Mjög breytileg tegund við náttúrulegar aðstæður, venjulega stórar og sumargrænar í ræktun með stór, langæ, leðurkennd, brumhreistur utan á blaðhvirfingunni.
Lýsing
Lauf 1,5-6 sm x 5-20 mm, oddbaugótt eða aflöng-oddbaugótt til spaðalaga, ögn stutthærð með 1-frumu hárum. Ung lauf lítið eitt mélug á neðra borði og leðurkennd. Laufin lengjast í 30 sm eða meira við aldinþroskann, laufleggir venjulega rauðir við grunninn. Blómstönglar 5-30 sm og lengjast í allt að 50 sm við aldinþroskann, venjulega mélugir ofan til í fyrstu. Blómskipunin er kúlulaga fullþroskuð, allt að 8 sm í þvermál. Blóm legglaus eða því sem næst, upprétt. Bikar 5-10 mm, mélugur, stundum með ógreinilegar purpuralitar rákir. Krónan 1-2 sm í þvermál, lillalit til gráfjólublá með gult auga (villtar plöntur), en auk þess geta ræktaðar plöntur verið djúppurpura, bláar, rauðar, bleikar eða hvítar. Krónupípa 2 x bikarinn.
Uppruni
Afghanistan, N Pakistan, Nepal, Indland, Bútan, N-Burma, SV Kína.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, skipta þarf plöntunni oft, annað/þriðja hvert ár til að halda henni lifandi, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í þyrpingar.
Reynsla
Stundum fremur skammlíf í ræktun. Þarf vetrarskýlingu þar sem snjóalög eru ótrygg. Á að skipta oft. Þannig er auðvelt að halda honum við. Þrífst best í frjóum, vel framræstum, rakaheldum jarðvegi og við jafnan, góðan raka á vaxtartímabilinu.
Yrki og undirteg.
ssp. sinodenticulata (Balfour & Forrest) W.W.Smith. Blómstulkar allt að 6 sinnum lengri en laufin. Heimkynni: Burma, Kína.'Alba' - blómin hvít. 'Carryann' lauf með rjómalitum blaðjöðrum.'Cashmeriana' öll plantan mjög mélug. 'Rubra' - blóm rauðpurpura.