Náskyld blúndulykli (Primula frondosa) og eru plöntur í ræktun gjarnan af þeirri tegund. Er fíngerðari og ekki eins blómviljug.
Lýsing
Lauf 2-8 x 1-3 sm, öfugegglaga eða spaðalaga, bogadregin í grunninn, hvasstennt, rjómahvít af mélu á neðra borði, blaðstilkar með breiðum væng. Blómstilkar 2,5-10 sm, blóm 2-15 saman í samhverfum sveip, stoðblöð 0,3-0,4 sm, bandlaga, síðar aftursveigð, bikar bollalaga allt að 0,5 sm, skiptur að miðju í lensulaga flipa. Blóm um 1,4 sm í þvermál, bleik með gulu auga.
Uppruni
NA Kákasus fjöll.
Sjúkdómar
Engir.
Heimildir
1,2, 12
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð, í kanta, í ker.
Reynsla
Kákasuslykill (P. darialica ssp. farinifolia (Ruprecht) Kusnetzow) í N1-A05 frá 2002 - lítt reynd enn sem komið er en er sennilega í viðkvæmari kantinum og þarf því að halda við með reglulegri skiptingu.
Yrki og undirteg.
ssp. farinifolia (Rupr.) Kusnetzow. Frábrugðin aðaltegund að því leyti að lauf eru hvítmélug á neðra borði og blómstönglar mikið lengri.