Mjög lík P. hirsuta en hárin með stærri kirtla (allt að 0,5 mm) sem sjá má með berum augum, gera laufin rauðleit. Blómstönglar jafnlangir laufum eða lengri. Fræhýði jafnlöng eða lengri en bikarinn.
Lýsing
Lauf sígræn, 2-8 x 1-3 sm, öfugegglaga, aflöng eða spaðalaga, snubbótt, mjókka að grunni, límug, þakin í kirtilhárum sem gefa blöðum appelsínugulan blæ. Blómstönglar 1-9 sm, yfirleitt lengri en lauf við aldinþroska, blóm 1-4 í sveip, stoðblöð lensulaga til egglaga 0,3-1 sm.
Uppruni
SV Austurríki, N Ítalía, A Sviss.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, í ker.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum. Í Lystigarðinum frá 1982.