Primula chungensis

Ættkvísl
Primula
Nafn
chungensis
Íslenskt nafn
Glóeyjarlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkgulur til appelsínugulur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
Allt að 60 sm
Vaxtarlag
Blaðhvirfing með allt að 60 sm háa blómleggi.
Lýsing
Lauf sumargræn, 30 x 10 sm, oddbaugótt, bogadregin í oddinn, mjókkar að grunni, fín eða grófhrukkótt, miðstrengur grænn til hvítur, óreglulega tennt, dálítið flipótt, ekki mélug. Laufleggur ekki vel aðgreindur frá blöðkunni, grænn eða dálítið rauðleitur. Blómstönglar að 60 sm, hvítmélugir með 2-5 kransa með 10-12 blómum hver. Blómskipunarleggir að 2 sm, dálítið mélugir. Blóm venjulega á nokkuð nokkuð jafnlöngum leggjum á plöntum í ræktun. Bikar allt að 5 mm, bjöllulaga, mikið hvítmélugur. Blóm allt að 2 sm í þvermál, flöt skífa eð kraga, dökkgul til appelsínugul, venjulega appelsínugul til skarlatsrauð í knúppinn. Krónupípa uum það bil 3 x lengri en bikarinn, bikarflipar breiðöfugegglaga, ögn skörðóttir.
Uppruni
Indland, Bútan, SV Kína.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð á skýldum stöðum.
Reynsla
Glóeyjarlykill hefur verið af og til í ræktun, en hefur reynst fremur skammlífur, dó yfirleitt eftir 3-4 ár, það þarf ef til vill að skipta henni oftar og halda henni þannig við.