Lauf ekki mélug, 2-15 x 1-4 sm, öfugegglaga til öfuglensulaga, næstum heilrend eða grunntennt við oddinn, glansandi, kjötkennd, jaðrar með mjóa brjóskrönd, hárlaus, mjókka að vængjum legg.
Lýsing
Blómskipunarleggur 5-20 sm, blómskipun með 2-15 blóm, stöðblöð 1-7 mm, egglaga til þver-egglaga, meira eða minna himnukennd, blómleggir 2-20 mm, bikar 3,5-7 mm, bjöllulaga, flipar þríhyrndir, snubbóttir, krónan purpurableik allt að 2 sm í þvermál, gin hvítmélugt, flipar öfughjartalaga.