Primula capitata

Ættkvísl
Primula
Nafn
capitata
Íslenskt nafn
Höfuðlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Fjólublár, purpurablár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
15-35 sm
Vaxtarlag
Sumargrænar plöntur eða sumargrænar að mestu leyti, mynda skúf en varla þúfu. Fremur lágvaxin planta, svipar til kúlulykils, en með lægri og álút blóm.
Lýsing
Laufin 2-13 sm x 5-20 mm, aflöng eða öfuglensulaga til aflöng-spaðalaga, oft næstum upprétt, jaðrar fíntenntir og oft aftursveigðir, fölgræn, venjulega mélug. Blómstönglar 10-45 sm, blóm í þéttum disklaga höfðum sem eru mjög mélug, útsprungin jaðarblóm útstæð eða afturaveigð, miðjublómin þroskast oft ekki eða eru næstum hnöttótt. Fræhýði sporvala, styttri en bikarinn.
Uppruni
N Nepal, Indland, Bútan, SV Kína.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skýld skrautblómabeð.
Reynsla
Meðalharðgerð planta, oft skammlíf í ræktun.