Sumargrænar plöntur eða sumargrænar að mestu leyti, mynda skúf en varla þúfu. Fremur lágvaxin planta, svipar til kúlulykils, en með lægri og álút blóm.
Lýsing
Laufin 2-13 sm x 5-20 mm, aflöng eða öfuglensulaga til aflöng-spaðalaga, oft næstum upprétt, jaðrar fíntenntir og oft aftursveigðir, fölgræn, venjulega mélug. Blómstönglar 10-45 sm, blóm í þéttum disklaga höfðum sem eru mjög mélug, útsprungin jaðarblóm útstæð eða afturaveigð, miðjublómin þroskast oft ekki eða eru næstum hnöttótt. Fræhýði sporvala, styttri en bikarinn.