Lauf frá stutt-egglaga án greinilegs leggs til mjó-lensulaga með langan legg, heilrend eða með meðalstórar tennur sem vita fram á við, miðstrengur og leggur grænn.Blómstöngull stuttur og streklegur til langur og grannur, stöku sinnum mélugur ofantil, með kúlulaga, margblóma sveip eða þétt höfuð af 3-margra mislegglangra blóma. Stoðblöð lengri en blómleggirnir. Bikar 3-9 mm, bjöllulaga til sívalur, flipar aflangir til þríhyrndir, stundum mélugir. Krónan allt að 2 sm í þvermál, oftast minni, venjulega með ógreinilegan kraga, flöt skífa, lillalit til djúppurpura, venjulega með lítið, gult eða grænleitt auga, sem verður hvítt. Krónupípan 2-1 x bikarinn. Flipar djúpsýldir. Fræhýði jafnlöng eða ná ögn fram úr bikarnum.