Réttara. P. alpicola (W.W.Sm.) Stapf. v. violacea Stapf.
Lífsform
Sumargræn jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur, rósbleikur, purpura eða fjólublár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarhraði
Meðalhraðvaxta.
Vaxtarlag
Blaðhvirfing, blómstönglar uppréttir, stinnir.
Lýsing
Laufblaðkan mjög mjó, fínhrukkótt, grunnur bogadreginn. Blómin í einum sveip hjá ræktuðu plöntunum, ilma sætt. Krónan er breið-trektlaga til skállaga, bleikur, rósbleikur, purpura eða fjólublár. Hvít- eða gulmélug á efra borði krónublaða, flipar alltaf sýldir. Fræ um það bil 1,5 mm, brún.