Laufblaðkan mjög mjó, fínhrukkótt, grunnur bogadreginn. Blómin í einum sveip hjá ræktuðu plöntunum, ilma sætt. Krónan er breið-trektlaga til skállaga, hvít. Hvít- eða gulmélug á efra borði krónublaða, flipar alltaf sýldir. Fræ um það bil 1,5 mm, brún.
Uppruni
Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í fjölæringabeð.
Reynsla
Þrífst mjög vel í garðinum, auðveld í ræktun, þarf ekki að skipta oft, blómstrar mikið og lengi.