Laufblaðkan mjög mjó, fínhrukkótt, grunnur bogadreginn. Blómin í einum sveip hjá ræktuðu plöntunum, ilma sætt. Krónan er breið-trektlaga til skállaga, hvít, gul, hvít, rjómagul, bleikmenguð, rósrauð, vínrauð, purpura eða fjólublá. Hvít eða gulmélug á efra borði krónublaða, flipar alltaf sýldir. Fræ um það bil 1,5 mm, brún.Efri mynd: Primula alpicola 'Alba'
Uppruni
NA Indland, Bútan, SV Kína.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í fjölæringabeð.
Reynsla
Þrífst mjög vel í garðinum, auðveld í ræktun, þarf ekki að skipta oft, blómstrar mikið og lengi.
Yrki og undirteg.
var. alpicola er með gul blóm. Heimkynni: Kína. ------- var. alba er með hvít blóm. Heimkynni: Kína. --------var. luna er með fölgul blóm. Heimkynni: Kína ekki í EGF en sem sú gula í RHS) --------var. violacea e með blóm bleik, rósbleik, purpura- eða fjólublá blóm. Heimkynni: Kína.