Primula algida

Ættkvísl
Primula
Nafn
algida
Íslenskt nafn
Freralykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Fjólublár - ljósfjólublár, gult auga.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
Allt að 20 sm
Vaxtarlag
Lágvaxin oft skammlíf tegund, sumargræn, oftast mjölvuð, yfirleitt ekki skriðul. Lauf hárlaus, slétt eða hrukkótt með fíngerðar tennur, aftursveigð í brumlegunni, vængjuð við blaðfót en oft ógreinilega. (Sbr. Section Aleurita í EGF)
Lýsing
Lík gefnarlykli (P. farinosa) og blúndulykli (P. frondosa) en ytri lauf í eins konar jarðlægum kransi, öfugegglaga, fíntennt. Stoðblöð bandlaga, aftursveigð, ekki uppblásin við grunninn. Blómstönglar lengjast við fræþroskun, haldast beinir, bikar allt að 1 sm, pípulaga, skertur til meir en hálfs í snubbótta, mjó-aflanga flipa. Blóm í sveip, fjólublá - ljósfjólublá. Krónublöð sýld. Krónupípan stendur ekki út úr bikarnum og fræhýði nær heldur ekki út úr bikarnum.
Uppruni
Kákasus, N Íran, Afganistan, N-Pakistan, Rússland, Kína, N-Mongólía.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1, 2, 12
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í breiður, í kanta.
Reynsla
Ekki til sem stendur (var um tíma í garðinum og stóð sig með prýði) - stendur til að endurnýja.