Jurt, allt að 40 sm há. Laufin fjaðurskipt, samsett úr 11-17 smálaufum. allt að 2,5 × 1,5 sm, öfugegglaga til fleyglaga til egglaga, hærð, jaðrar 2-7 tenntir. Blómstönglar uppréttir eða uppsveigðir, 30-40 sm langir. Blómin eru 1,8-2,2 sm í þvermál, gul, yfirleitt mörg í strjálblóma, endastæðum kvíslskúf, blómleggir 10 mm eða lengri. Bikarblöð lensulaga, krónublöðin öfughjartalaga, 10 mm, lengri en bikarblöðin.