Potentilla thurberi

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
thurberi
Íslenskt nafn
Dreyramura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla atrorubens Rydb. (var.), Potentilla sanguinea Rydb. (var.).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúprauð með dekkri miðju.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
- 75 sm
Vaxtarlag
Dúnhærður og kirtilhærður fjölæringur með upprétta blómleggi.
Lýsing
Fjölæringur, allt að 75 sm hár, dúnhærður og með kirtilhár. Blómleggir uppréttir, hærðir. Lauf handskipt, dökkgræn, smálauf 5-7 talsins, 2,5-5 sm, breið-öfugegglaga, bogadregin í oddinn, gróftennt. Hvirfingalauf stærri og með meira af silkihárum neðan en legglaufin. Blóm djúprauð með dekkri miðju, bollalaga allt að 2 sm í þvermál, í lotnum klösum. Aldinin smáhnetur.
Uppruni
S Bandaríkin og Mexikó.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta.
Reynsla
Sennilega fremur viðkvæm.
Yrki og undirteg.
v. atrorubens smálauf með meira af hárum á neðra borði.v. sanguinea grunnlauf með fleiri smáblöð en 5.v. thurberi