Dúnhærður og kirtilhærður fjölæringur með upprétta blómleggi.
Lýsing
Fjölæringur, allt að 75 sm hár, dúnhærður og með kirtilhár. Blómleggir uppréttir, hærðir. Lauf handskipt, dökkgræn, smálauf 5-7 talsins, 2,5-5 sm, breið-öfugegglaga, bogadregin í oddinn, gróftennt. Hvirfingalauf stærri og með meira af silkihárum neðan en legglaufin. Blóm djúprauð með dekkri miðju, bollalaga allt að 2 sm í þvermál, í lotnum klösum. Aldinin smáhnetur.
Uppruni
S Bandaríkin og Mexikó.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta.
Reynsla
Sennilega fremur viðkvæm.
Yrki og undirteg.
v. atrorubens smálauf með meira af hárum á neðra borði.v. sanguinea grunnlauf með fleiri smáblöð en 5.v. thurberi