Greinafár, sumargrænn, uppréttur, mjór hálfrunni, allt að 1 m hár.
Lýsing
Útbreiddur fjölæringur eða hálfrunni. Grunnstönglar 15-30 sm langir, jarðlægir, trékenndir, þaktir hreisturslíðurblöðum sem skarst. Blómstönglar 10-15 sm langir, endastæðir, þétt, mjúk, löng hár. Lauf mörg, þétt saman við grunninn, í 3-4 slitróttum pörum, laufleggir 2-4 sm langir, dúnhærðir. Axlablöð grunnlaufa aflöng-egglaga til egglensulaga langydd, himnukennd, mynda slíður og skarast, með eyrnablöð, þétt-silkihærð. Axlablöð stöngullaufa hálf-himnukennd, ydd. Smálauf 7-13 talsins, 2-3,5 (-4) × 1-1,4 sm, öfugegglaga, sagtennt með 10-14 hvassyddar tennur, leðurkennd, hárlaus og græn ofan, mélug á neðra borði, næstum legglaus eða með mjög stuttan legg (efstu laufin). Blómin 4-8, í endastæð kvíslskúf, áberandi, 2,5-3,0 sm í þvermál, hvít. Bikarar þétt silkihærðir, utanbikarblöð 5-7 mm löng bandlensulaga til egglensulaga, ydd, bikarblöðin tvöfalt lengri en utanbikarblöðin, aflöng-egglaga, oddhvöss. Krónublöð 1,2-1,6 sm löng, hálfkringlótt, hvít með rauða slikju. Fræflar um 25 talsins. Frævur margar, huldar löngu, þéttu, rjómalitu eða hvítu hári, stílar hliðstæðir, 3,5-4,5 mm langir, þráðlaga.
Uppruni
M-Asía, Mongólía, Pakistan, Kashmír og Kína.
Harka
3
Heimildir
= 1, http://www.efloras.org Flora of Pakistan
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var 1998 og 2004.