Fjölæringur, blómstönglar allt að 45 sm háir, floshærðir, með löng hár og kirtilhár. Laufin fingruð, smálauf 5-7 talsins, allt að 3,5 sm, aflöng-lensulaga, græn, sagtennt til fjaðurskipt. Blómin mörg, allt að 2,5 sm í þvermál, í hálfsveip. Bikarblöð þríhyrnd-lensulaga, utanbikarblöð bandlaga, jafn löng og eða ögn lengri en bikarblöðin. Krónublöð 12 mm löng, gul, jafn löng og eða ögn lengri en bikarblöðin, öfughjartalaga.
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var 1956, þrífst vel. Harðgerð hérlendis, þarf uppbindingu.
Yrki og undirteg.
'Macrantha (Warrenii. Harðgerður fjölæringur eða hálftrékenndur fjölæringur, 45-60 sm hár og 45 sm breiður. Blómin skær kanarígul í strjálblóma klösum. Krónublöð 5, blómin skállaga til bollalaga. Blómstrar lengi eða frá því síðla vors og fram á haust. ----------------Pallida Harðgerður fjölæringur eða hálftrékenndur fjölæringur, 45 sm hár og álíka breiður. Blómin föl sítrónugul. Krónublöð 5. Blómin skállaga til bollalaga. Blómstrar lengi eða frá því síðla vors og fram á haust. --------------------Sulphurea Harðgerður fjölæringur með þétta klasa af blómum sem standa lengi sumars. Blómin eru þau lang fölsítrónugulustu sem til eru. Þessi litur er sjaldséður.