P. thomsonii Hand.-Mazz., P. thomsonii var. trijuga Sojak
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
5-15 sm
Vaxtarlag
Pamírmura er fjölæringur með skærgul blóm, sem eru 1-1,3 sm í þvermál. Þýfður fjölæringur. Jarðstöngull mikið greindur. Blómstönglar margir, mynda brúska, 5-15 sm langir, grannir með mjó silkihár.
Lýsing
Grunnlauf eru yfirleitt, fjöðruð, með 3-4 smáblöð, grunnlaufin standa þétt saman við grunninn, laufleggir eru 8-12 mm langir, hærðir. Axlablöð á grunnlaufunum eru himnukennd, dökkbrún, eyrnablöð egglensulaga. Axlablöðin á laufum blómleggjanna eru laufkennd, heilrend eða 2-3 skipt. Smálaufin eru 5-15 × 4-6 mm, efra borðið er lítið eitt eða þétt silkihært, neðraborð er grá-floshært, klofin að 2/3-3/4, flipar eru um 4-8 talsins, 1,5-2 mm breiðir, öfugegglaga-snubbóttir. Bikarblöðin eru þétthærð. Krónublöðin eru 6-6,5 mm löng. Fræflarnir eru 20-35 talsins. Frævur eru margar, stílar jafnsverir uppúr og niðrúr, um 1-1,2 mm langir, næstum endastæðir.
Uppruni
Pamírmura er nokkuð algeng tegund ofarlega í fjöllum í N Pakistan og Kasmír í um 4000-5000 m h.y.s.
Heimildir
http://w3ww.flowersofindia.net, http://www.efloras.org Flora of Pakistan
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta.
Reynsla
Í E5-G08 frá ca 1990 og þrífst mjög vel
Yrki og undirteg.
Potentilla pamirica var. pamirica Hæringin á laufleggjunum er <2 mm löng, neðra borð smálaufa er með gráleita lóhæringu. Stílar um 1-1,2 mm langir. --------------Potentilla pamirica Th. Wolf. v. pamirolaica (Juz) M. Shah & Wilcock in Willden. Hæring á laufleggjum er um 2 mm löng, neðra borð smálaufa er með snjóhvíta lóhæringu. Stílar um 1,5 mm langir.Syn.: Potentilla pamiroalaica Juz., Potentilla subtrijuga (Th. Wolf) Juz.