Þýfður, silfurgrár, dúnhærður fjölæringur, allt að 5 sm hár.
Lýsing
Stilkar allt að 10 sm háir. Lauf þrískipt, smálauf allt að 1 sm, öfuglensulaga til öfugegglaga. Oddur venjulega þrítenntur, silfur-silkihærður, axlablöð lensulaga. Blóm 1-2 talsins, endastæð, 2-3 sm eða meira í þvermál. Bikarblöð mjó-þríhyrnd, lengri en utanbikarblöðin, utanbikarblöð bandlaga. Krónublöð allt að 1,2 × 1 sm, hvít, dekkri við grunninn, sýld í oddinn, lengri en bikarblöðin.
Uppruni
SV & SA Alpafjöll.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.