Þýfður silkihærður fjölæringur, stönglar allt að 30 sm langir, jarðlægir.
Lýsing
Grunnlauf fingruð, smálaufin 5 talsins, 2 × 1,5 sm, jaðrar með grófar bogtennur, græn og næstum því slétt að ofan en silkihærð neðan, axlablöð með slíður, mjólensulaga, legglauf þrífingruð, axlablöð egglensulaga. Blóm allt að 4, endastæð eða axlastæð, 2,5 sm í þvermál, Bikarblöð egglaga, utanbikarblöð lensulaga, örlítið styttri en bikarblöðin. Krónublöðin lengri en bikarblöðin, allt að 7 mm, gul, öfughjartalaga.
Uppruni
S Spánn, (Sierra Nevada).
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2001, þrífst vel.