Potentilla neumanniana

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
neumanniana
Yrki form
'Nana'
Íslenskt nafn
Vormura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
- 10 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar breiður.
Lýsing
Sígrænn fjölæringur sem myndar breiður, allt að 10 sm hár. Stönglar trékenndir, skriðulir, rætur myndast á liðunum, laufin fingruð, smálauf 5-7 talsins, allt að 4 × 1,5 sm, öfugegglaga, tennt, grunnlauf mjó. Blóm allt að 12 talsins, 2,5 sm í þvermál, á axlastæðum leggjum. Bikarblöð egglaga, utanbikarblöð lensulaga, oddlaus, styttri en bikarblöðin. Krónublöðin 10 mm, gul, lengri en bikarblöðin.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, kanta.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.