Aprikósulit og með djúp laxableik litbrigði og kirsuberjarauða miðju.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
- 45 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, sem myndar fallegar þúfur.
Lýsing
Fjölæringur, 30-45 sm hár og 60 sm breiður, sem myndar þúfur með falleg blóm, aprikósulit og með djúp laxableik litbrigði og með kirsuberjarauða miðju á stuttum til meðalháum stönglum. Blómin eru skállaga, með 5 krónublöð. Blómstrar síðla vors og aftur síðsumars og fram á haust.
Góð í beðkanta, steinhæðir eða í stór ker með hávaxnari plöntum, skríður ekki. Auðræktuð. Plantan blómstrar lengur ef dauð blóm eru fjarlægð/klippt af henni.