Fjölæringur, stönglar laufóttir, uppréttir, allt að 50 sm háir eða hærri, hærðir.
Lýsing
Harðgerður fjölæringur eða hálfjurtkenndur fjölæringur, 45 sm hár og 40 sm breiður. Blómin tvílit, appelsínugul og rauð. Krónublöðin 5, blómin skállaga til bollalaga.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.perhillplants,co,uk
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í kanta.
Reynsla
Auðræktuð. Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2006, þrífst vel.