Fjólæringur, 30-45 sm hár og um 60 sm breiður. Laufin minna á jarðarberjalauf. Blómin kirsuberjarauð með dekkri miðju, með 5 krónublöð, skállaga eða bollalaga.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1,35, http://www.perhillplants.co.uk
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta.
Reynsla
Auðræktuð hérlendis. Er ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.