Fjölæringur, stönglar laufóttir, uppréttir, allt að 50 sm háir eða hærri, hærðir.
Lýsing
Grunnlauf með leggi, allt að 30 sm, smálauf 5, 3-8 sm, öfugegglaga, eða oddbaugótt-öfuglensulaga, gróftennt, hærð, axlablöð egglaga eða aflöng, allt að 2,5 sm, neðri heilrend, efri flipótt. Blómin 2,5 sm í þvermál, í löngum greinóttum skúf, blómleggir langir. Bikarblöð purpuralit ofan, ydd, utanbikarblöð snubbótt. Krónublöð purpurarauð eða skærrauð, grunnur dekkri, öfughjartalaga, dálítið bylgjuð, tvöfalt lengri en bikarblöðin.
Uppruni
Himalaja.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í kanta.
Reynsla
Harðgerð, hefur reynst blómsælli sunnanlands en norðan.
Yrki og undirteg.
Flammenspiel allt að 40 sm, blómin rauð með mjóan gulan kant. Miss Willmott (Willmott) allt að 40 sm, blómin kirsuberjarauð. Roxana allt að 40 sm, knúbbur rauður, blómin laxableik. ___ 'Mrs Willmott' og 'Roxana' eru mikið ræktuð yrki.