Fjölæringur með upprétta stilka, allt að 30 sm háir, lóhærðir.
Lýsing
Lauf fjöðruð til næstum fingruð, lóhærð, smálauf allt að 9, allt að 4 × 2 sm, fjaðurskiptir, flipar allt að 5, mjóir, grænir ofan, silfurlit neðan. Blómin mörg, 12 mm í þvermál, í endastæðum hálfsveip, stoðblöð aflöng-bandlaga. Bikarblöðin egglensulaga, jafn löng og eða ögn lengri en utanbikarblöðin. Krónublöðin gul, 6 mm, lítið lengri en bikarblöðin, öfughjartalaga.
Uppruni
SA Frakkland, Lappland, Rússland til Tíbet og Kóreu.
Harka
3
Heimildir
= 1, 2, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, skipting.Fræi er sáð snemma vors eða að haustinu í sólreit. Þegar plönturnar eru orðnar nógu stóra til að handfjatla þær er þeim dreifplantað, hverri í pott fyrir sig og hafðar í sólreit fyrsta árið. Þeim er svo plantað á framtíðarstaðinn vorið eftir eða snemmsumars eftir að frosthættan er liðin hjá. Plöntunum er skipt að vorinu. Þegar um stórar plöntur er að ræða eru plönturnar gróðursettar beint á framtíðarstaðinn, litlar plötur eru settar í potta og látnar stækka í sólreit áður en þeim er plantað út í beð.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beð, beðkanta. Hentug að rækta í léttum (sendnum), meðalþungum (leirkenndum) og þungum (leirkenndum) jarðvegi. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. Hentugt pH jarðvegs er súrt, hlutlaust eða basískt. Plantan getur lifað í hálfskugga (strjált skóglendi) og fullri sól, helst í rökum jarðvegi.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær fremur ungar plöntur sem þrífast vel.