Potentilla megalantha

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
megalantha
Íslenskt nafn
Japansmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
P. fragiformis ssp. megalantha (Takeda) Hult., P. fragiformis sensu Maxim non Willd.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagurgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur, vaxtarlagið fremur grófgert, stór blöð og stór blóm.
Lýsing
Fjölæringur, 15-30 sm hár og 30 sm breiður laufið djúpgrænt með þétt, löng silkihár og með stutt-skriðula, kröftuga, greinótta jarðstöngla. Stönglar 10-30 sm langir, með fá lauf. Grunnlauf í brúsk, 5-15 sm, löng, axlablöð brún, lausu fliparnir breiðegglaga, hliðskakkir, yddir. Smálauf 3, breið, öfugegglaga-fleyglaga, 3-4 sm löng og næstum því jafn breið, með egglaga snubbóttar grófar tennur, fremur þykk-jurtkennd til leður-jurtkennd, þéttdúnhærð, einkum á neðra borði. Krónulblöðin 5, blómin eru skál- eða bollalaga og koma frá því síðla vors fram á haust. Blómin gul, stór, 3-7 talsins, 3-4 sm, í þvermál, bikarflipar mjóegglaga, næstum hvassydd, 6-15 mm langir, utanbikarblöð egglaga, snubbótt, fremur lítil, blómbotn stutt-mjúkhærður. Smáhnotir breið-egglaga, um 15 mm löng, með smáa hryggi og hvassan kjöl á bakinu. Still þráðlaga, 3-3,5 mm langur.
Uppruni
Japan (Hokkaido, Sakhalin, Kúríleyjar og Kamtsjaka).
Harka
5
Heimildir
= 16, http://www.perhillplants.co.uk
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Þrífst best í mögrum til meðalfrjóum jarðvegi vel framræstum og á sólríkum vaxtarstað. Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í kanta.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð hérlendis, langur blómgunartími og blómin stærri en á flestum öðrum murum