P. fragiformis ssp. megalantha (Takeda) Hult., P. fragiformis sensu Maxim non Willd.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagurgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur, vaxtarlagið fremur grófgert, stór blöð og stór blóm.
Lýsing
Fjölæringur, 15-30 sm hár og 30 sm breiður laufið djúpgrænt með þétt, löng silkihár og með stutt-skriðula, kröftuga, greinótta jarðstöngla. Stönglar 10-30 sm langir, með fá lauf. Grunnlauf í brúsk, 5-15 sm, löng, axlablöð brún, lausu fliparnir breiðegglaga, hliðskakkir, yddir. Smálauf 3, breið, öfugegglaga-fleyglaga, 3-4 sm löng og næstum því jafn breið, með egglaga snubbóttar grófar tennur, fremur þykk-jurtkennd til leður-jurtkennd, þéttdúnhærð, einkum á neðra borði. Krónulblöðin 5, blómin eru skál- eða bollalaga og koma frá því síðla vors fram á haust. Blómin gul, stór, 3-7 talsins, 3-4 sm, í þvermál, bikarflipar mjóegglaga, næstum hvassydd, 6-15 mm langir, utanbikarblöð egglaga, snubbótt, fremur lítil, blómbotn stutt-mjúkhærður. Smáhnotir breið-egglaga, um 15 mm löng, með smáa hryggi og hvassan kjöl á bakinu. Still þráðlaga, 3-3,5 mm langur.
Uppruni
Japan (Hokkaido, Sakhalin, Kúríleyjar og Kamtsjaka).
Harka
5
Heimildir
= 16, http://www.perhillplants.co.uk
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Þrífst best í mögrum til meðalfrjóum jarðvegi vel framræstum og á sólríkum vaxtarstað. Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í kanta.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð hérlendis, langur blómgunartími og blómin stærri en á flestum öðrum murum