Þýfður fjölæringur, líkur P. brauniana, en oft mjög kirtilhærður. Blómin eru stór, krónublöð um 1,5 × lengd bikarblaðanna. ε
Lýsing
Þéttvaxinn, þýfður fjölæringur, með 2-10(-20) sm háa blómstöngla. Grunnlaufin þrískipt með flipótt smálaufhærð, hárin hvítleit, bein, hárin aðallega á laufleggnum og á æðastrengjunum á neðra borði og líka í skúf á enda smáblaðaflipanna. Blómleggir brúnrauðir oftast með 1 sjaldan 2-3 blóm,sem eru um 1,5 sm í þvermál. Bikarblöðin egg- eða lensulaga, snubbótt í endann. Utanbikarblöðin oddbaugótt, álíka löng og bikarblöðin, útstæð að lokum. Undirbikarblöð og efri hluti blómstöngla með þétt, mjúkt hár.
Uppruni
Pólhverf, N-Heimskautasvæði.
Harka
1
Heimildir
2, 24
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir. beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1983, þrífast vel, blómstra, þroska fræ.