Potentilla × hybrida

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
× hybrida
Yrki form
Flore Pleno
Íslenskt nafn
Blendingsmura, Rósamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauður, ljósrauður, fremur dökkgulur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Mjög breytilegur blendingur. Harðgerður, þýfður fjölæringur um 45 sm hár og 60 sm breiður. Laufin minna á jarðarberjalauf. ε
Lýsing
Eftirsóknarverður fjölæringur er mikið kynbætt yrki af gömlu afbrigðunum. Laufin minna á jarðarberjalauf. Blómstrar ríkulega, blómi eru fyllt eða hálffyllt, rauð, ljósrauð, fremur dökkgul.
Uppruni
Garðablendingur.
Heimildir
# http://www.perhillplants,co,uk, http://www.ebooksread.com
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í kanta, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1999, þrífst vel og blómstrar langt fram á haust.
Yrki og undirteg.
Mörg yrki eru nefnd hér framar á síðunni.