Potentilla hirta

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
hirta
Íslenskt nafn
Haddmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí - ágúst.
Hæð
30-45 sm
Vaxtarlag
Lágvaxin, skriðul planta sem vex í stórum, gisnum þyrpingum.
Lýsing
Lík glæsimuru (P. recta) en ekki með kirtilhár á stönglum og laufum, aðeins með löng kirtlalaus hár. Laufin eru græn til grágræn með 5-6 smálauf. Smálaufin bandlaga til öfuglensulaga, hvert með 3-7 litla flipa við oddinn. Blómin stór, 12-25 mm í þvermál, skærgul, í endastæðum kvíslskúf og með 5 fölgræn bikarblöð. Utanbikarblöðin 5, líta út eins og 5 lítil bikarblöð og eru utan á bikarblöðunum.
Uppruni
M & S Evrópa, Litla Asía, N Afríka.
Harka
6
Heimildir
= 1, http://www.beyond.fr
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beð.
Reynsla
Reyndist skammlíf í Lystigarðinum.