Lágvaxin, skriðul planta sem vex í stórum, gisnum þyrpingum.
Lýsing
Lík glæsimuru (P. recta) en ekki með kirtilhár á stönglum og laufum, aðeins með löng kirtlalaus hár. Laufin eru græn til grágræn með 5-6 smálauf. Smálaufin bandlaga til öfuglensulaga, hvert með 3-7 litla flipa við oddinn. Blómin stór, 12-25 mm í þvermál, skærgul, í endastæðum kvíslskúf og með 5 fölgræn bikarblöð. Utanbikarblöðin 5, líta út eins og 5 lítil bikarblöð og eru utan á bikarblöðunum.