Uppréttur fjölæringur, með kirtilhærða blómleggi og blaðstilka.
Lýsing
Uppréttur fjölæringur, allt að 60 sm hár, blómleggir og blaðstilkar kirtilhærðir. Lauf fjaðurskipt, grunnlauf stór, smáblöð 5-9, endasmálaufið er stærst, tennurnar skornar ¼ til ½ leið að miðtaug dúnhærð, bogadregin-breiðegglaga eða öfugegglaga, oddar næstum yddir eða snubbóttir, axlablöð egglensulaga, ydd, legglauf minni en grunnlaufin, smálauf oftast þrjú. Blóm 1,5 sm í þvermál, 2-30 í strjálblóma laufóttum skúfum eða klösum, bikarblöð aflöng eða egglensulaga, utanbikarblöð mjó, líkjast laufinu, lengri en bikarblöðin. Krónublöðin breiðegglaga til öfugegglaga, gul eða rjómalit, breytileg að lengd frá ögn styttri til ögn lengri en bikarblöðin.
Uppruni
V Bandaríkin.
Heimildir
= 1, http://www.pnwflowers.com
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Til er ein planta sem sáð var til 1991, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
ssp. ashlandica (E. Greene) Keck er lægri en 20 sm há, krónublöðin eru gul, með eða ekki með kirtla, fleiri en 10 tennur á hverju smálaufi, vex frá Kaliforníu til S Oregon. -------------- ssp. nevadensis (S. Watson) D.D. Keck er með rjómalit blóm, kirtlalaus. ------------------ssp. pseudorupestris (Rydb.) Keck er 5-15 sm há og er með færri en 10 tennur á hverju smáblaði, kirtlar á efri hluta plöntunnar, með rjómalit eða ljósgul krónublöð. --------------ssp. glandulosa er þétt kirtilhærð, rjómalit til ljósgul blóm, stoðblöð laufkennd.