Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Ssp./var
v. arbuscula
Höfundur undirteg.
(D. Don.) Maxim.
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla fruticosa v. rigida
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpgulur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
0,4-0,6 m
Vaxtarlag
Lágvaxinn útbreiddur runni, allt að 1 m á breidd, uppsveigðar greinar.
Lýsing
Lágur runni, 0,6-1 sm, greinar uppsveigðar eða jarðlægur. Axlablöð stór, brún. Smálauf oftast 5, stöku sinnum 3, 1 sm eða lengir, flipótt, ljós- til milligræn, þykk, hvíthærð neðan og æðastrengirnir mynda netmynstur á neðra borði. Blóm 3 sm í þvermál í lausum knippum, djúpgul.
Uppruni
Himalaja, N Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í brekkur, í limgerði, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Harðgerð planta, sem hefur reynst vel á Akureyri.