Uppréttur, mjög þéttur, minnir helst á stóra þúfu.
Lýsing
Varla meira en 50 sm hár runni, en um 1 m á breidd. Lauf dökkgræn, allt að 3,5 sm löng, smáblöð 7 í mesta lagi, mjó-löng, blágræn neðan og hærð. Blóm skærgul, 2,5-3 sm breið, fræflar mjög stuttir.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í brekkur, í steinhæðir, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár aðkeyptar plöntur, tvær voru gróðursettar í beð 1983 og ein 2004, kala fremur lítið í seinni tíð. Mjög blómviljug, harðgerð planta, sem hefur reynst vel hér norðanlands.