Næstum jarðlægur runni með útbreitt vaxtarlag, út og uppsveigðar greinar.
Lýsing
Lágt og flatvaxið yrki. Lauf græn. Blóm 3-4 sm breið, gullgul, mjög blómrík, einkum um hásumarið, kemur síðan með stöku blóm fram á haust.
Uppruni
Yrki.
Harka
h7
Heimildir
= 7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir, í brekkur, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein aðkeypt planta sem gróðursett var í beð 1996, kelur dálítið flest ár. Þrífst vel á hlýjum stöðum. Harðgerð planta, hefur reynst mjög vel.