Lauf um 2 sm löng, smálauf allt að 3, aflöng-oddbaugótt, græn ofan, blágræn neðan. Blóm 2,5 sm í þvermál, gullgul. Krónublöðin dökkgul neðan (!), blómstrar lengi.
Uppruni
Klón.
Harka
H4
Heimildir
= 1, 7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1996, er í sólreit 2011.
Yrki og undirteg.
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Er hugsanlega úr Pyreneafjöllum er samt sérstakt klón og ekki er hægt að líta á það sem villiafbrigðið v. pyrenaica Willd.