Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Yrki form
'Glenroy Pinkie'
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Fölbleikur.
Blómgunartími
Júlí og fram á haust.
Hæð
60 sm
Vaxtarlag
Uppréttur, marggreindur, útbreiddur, lauffellandi runni allt að 60 sm hár og álíka breiður.
Lýsing
Lauf fjöðruð, græn og blóm skállaga mjög fölbleik, 2,5 sm breið sem standa frá sumri og fram á haust. Runninn getur orðið allt að 1 m hár og álíka breiður á 5-10 árum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Laus við meindýr og sjúkdóma.
Harka
H4
Heimildir
http://apps.rhs.org.uk
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Getur þrifist móti suðri, norðri, vestri eða austri, í skjóli eða ekki í skjóli. Auðræktaður í rökum jarðvegi, en blómin fölna fyrr í fullri sól og endast lengur í rökum jarðvegi. --- Gróðursett á árbakkar, í brekkur, í borgargarða, með ströndum fram, í húsagarða, í blómabeð og í kanta, sem þekju planta eða í potta og ker.Þarf litla umhirðu, þegar runninn hefur fest rætur. Ef snyrtingar er þörf er best að gera það síðla vors.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.