Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Yrki form
Summerflor'
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
(´Goldfinger´ x ´Goldteppich´)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Júní og fram á haust.
Hæð
0,9 m
Vaxtarlag
Kúlulaga, lágvaxinn og þéttvaxinn runni, uppréttur, 0,9 m hár og 1,2 m breiður.
Lýsing
Lauf fínlegt, silfurgrænt. Gullgul blóm, 3,5 sm breið, ilmlaus, fjölmörg að vorinu, runninn heldur áfram að blómstra fram eftir sumri og fram á haust en samt í minna mæli en fyrst á vorin.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Laus við meindýr og sjúkdóma.
Harka
H4
Heimildir
7, http://www.plotternursery.com
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í brekkur, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta sem var gróðursett í beð 2005.