Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Yrki form
'Walton Park'
Höf.
England, fyrir 1955.
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
50-75 sm
Vaxtarlag
Breiðvaxinn runni, um 60 sm hár, kúlulaga.
Lýsing
Lauf djúpgræn, allt að 4 sm löng, blágræn neðan, með grá hár á efra borði en hvítlóhærð neðan. Blóm gullgul, 1-5 á enda stuttra hliðagreina. Krónan 3,5-4 sm breið. Blómstra lengi.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í þyrpingar. Þarf hlýjan og góðan stað til að blómgast seinni part sumars.
Reynsla
Meðalharðgerð planta.