Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Yrki form
'Sunset'
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Appelsínugulur til múrsteinsrauðs.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Lágvaxinn, gisgreinóttur runni.
Lýsing
Lágvaxinn runni, sem líkist Tangarine, enda stökkbreyting af Tangerine. Blómin mjög breytilegan lit frá appelsínugulu til múrsteinsrauðs, blómlitur fer eftir aldri og loftslagi.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Þarf hlýjan og góðan vaxtarstað, í steinhæðir, í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Þetta yrki var keypt í Lystigarðinn 1984, þreifst sæmilega vel en dó 1995. -- Meðalharðgerð planta.