Runni allt að 50-60 sm hár og um 1 m breiður. Blóm skærrauð innan/ofan en fölgul neðan, liturinn dofnar í miklu sólskini. Elsta, rauðblóma yrkið.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í þyrpingar, í beð á skýldum, hlýjum stöðum.
Reynsla
Þetta yrki var keypt í Lystigarðinn 1996, náði sér aldrei á strik og lifði aðeins til 1999. Blómgast í september - október ef hún þá nær því á annað borð, þarf mjög hlýjan vaxtarstað. Viðkvæm planta og meðalharðgerð.