Uppréttur runni og eitt harðgerðast hvíta yrkið, blómgast fremur snemma
Lýsing
Kröftugur runni með uppréttar greinar allt að 1 m háar, gisgreinóttur. Smálauf 5, mjó, gulgræn. Blómskipun keilulaga, blómin 3-3,5 sm í þvermál, hvít. Bikarblöð detta fljótt af.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
= 1, 7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í brekkur, í steinhæðir, í þyrpingar, í beð, í limgerði.
Reynsla
Þetta yrki var keypt í Lystigarðinn 1981, þreifst sæmilega vel en dó 1996.Harðgerð planta, sem hefur reynst vel hér norðanlands.