Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, kúlulaga, mikið greindur runni, allt að 60-150 sm hár, með uppréttar greinar. Börkurinn brúnn og flagnar af.
Lýsing
Blómstar mikið á árssprotum og eldri sprotum, blóm 2-3,5(4) sm í þvermál, blóm í endastæðum sveip eða klasa, 3-7 saman á grönnum, silkihærðum blómstilkum. Utanbikarblöð mjólensulaga, oft í 2 hlutum, bikarblöð lensulaga. Krónublöð skærgul eða hvít, bogadregin.Lauf fjaðurskipt eða þrífingruð, smálauf 3 eða 5, allt að 2,5 sm löng, legglaus, egglaga til lensulaga, ydd, ljós- eða milligræn, silkihærð, jaðrar innundnir.
Uppruni
Norðurhvel (Evrópa, N Ameríka, Asía).
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í blönduð beð, í þyrpingar, sem stakstæður runni.
Reynsla
Runnamuran er harðgerð. Þarf að grisja reglulega, má klippa alveg niður.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg.