Fjölæringur, 2-10 sm hár, öll plantan er mjög loðin, með hárflóka, um 0,1 mm löng hár, gullleit kirtilhár í bland við löngu, útstæð hár. Grunnlauf 3-fingruð, smáblöð egglaga, 0,5-1 sm löng, með 2-4 tennur á hvorri hlið. Blómin eru hálflukt, gul, um 1 sm í þvermál, á bogaformuðum leggjum, laufin ná varla upp fyrir blómlegginn.