Potentilla dombeyi

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
dombeyi
Íslenskt nafn
Andesmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla andicola Benth.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur til fölgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15 sm
Vaxtarlag
Útbreiddur, þýfður, hvít-silkihærður eða kirtilhærður fjölæringur með rauðleitar greinar.
Lýsing
Laufin stakstæð, samsett, fá, allt að 2 sm löng. Grunnlauf eru fjaðurskipt, smálauf 3-5, egglaga, sagtennt. Blómin stök, allt að 10 mm í þvermál, krónublöðin 5, hjartalaga, með fjölda fræfla, tvöfalt lengri en bikarblöðin. Krónblöð skærgul til fölgul. Aldinin eru umlukin stækkuðum bikar, með samaldini gerðu úr smáum, þurrum, smáhnotum sem, eru hver og ein, um 1 mm löng.
Uppruni
Ekvador, Perú, Kólumbía.
Harka
8
Heimildir
= 1, http://www.mobot.org
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum, í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Ein planta sem sáð var 1988 er til, þrífst vel.