Útbreiddur, þýfður, hvít-silkihærður eða kirtilhærður fjölæringur með rauðleitar greinar.
Lýsing
Laufin stakstæð, samsett, fá, allt að 2 sm löng. Grunnlauf eru fjaðurskipt, smálauf 3-5, egglaga, sagtennt. Blómin stök, allt að 10 mm í þvermál, krónublöðin 5, hjartalaga, með fjölda fræfla, tvöfalt lengri en bikarblöðin. Krónblöð skærgul til fölgul. Aldinin eru umlukin stækkuðum bikar, með samaldini gerðu úr smáum, þurrum, smáhnotum sem, eru hver og ein, um 1 mm löng.