Fjölæringur, 15-30 sm hár með upprétta blómstöngla. Laufin fingruð, smálaufin 5-7, öfugegglaga til öfugegglaga-aflöng, bogtennt-sagtennt, silki-ullhærð á efra borði. Blómin mörg í þéttblóma hálfkvíslskúf. Krónublöðin 12-14 mm löng, gul.
Uppruni
SA Evrópa, V Asía.
Heimildir
= http://www.kadel.cz
Fjölgun
Sáið fræi að vorinu, þekjið lítið eitt. Fræið spírar á 1-3 mánuðum við 18-21°C.Stórum plöntum er hægt að skipta að vorinum.