Fjölæringur, allt að 20 sm hár, myndar ekki breiður, jarðstönglar trékenndir.
Lýsing
Lauf fingruð, smálauf 3 eða 5 talsins, 2×1,5 sm öfugegglaga til fleyglaga, jaðrar snubbóttir, tennt í oddinn, græn, hárlaus eða næstum því hárlaus ofan, lítið eitt hærð eða þétthærð neðan, axlablöð egglaga, oft langæ. Blóm 1-12 allt að 2,5 sm í þvermál, flöt. Bikarblöð þríhyrnd-egglaga, utanbikarblöð oddbaugótt eða aflöng, ydd, jafnlöng og eða styttri en bikarblöðin. Krónublöðin allt að 1 sm, gul, oft með appelsínugulan blett við grunninn, breið-öfugegglaga, sýld, stærri en bikarblöðin.
Uppruni
N Bandaríkin, N, M & S Evrópa.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta með óþekktan uppruna, sem þrífst vel. Einnig eru til íslenskar plöntur.