Hvítur og purpurarauður við grunninn eða alveg gulur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
- 13 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, rætur grófar, sívalar, jarðstönglar stórir. Blómleggir uppréttir eða uppsveigðir eða lágir og þýfðir, 4-13 sm háir, lang-mjúkhærðir eða verða hárlausir ásamt laufleggjunum.
Lýsing
Grunnlauf 7-16 sm að laufleggnum meðtöldum. Axlablöð brún, himnukennd, næstum hárlaus. Laufblaðkan fjaðurskipt með 2-8 pör af smálaufum. Smálauf gagnstæð með 5-8 mm millibili, næstum legglaus, með þétt, aðlæg ullhár á neðra borði eða verða hárlaus með tímanum og með hár aðeins á miðæðastrengnum en með lítið eitt af aðlægum mjúkum og löngum hárum á efra borði seinna hárlaus. Jaðrar kambskiptir að miðtaug, flipar óvenju stórir til flatir-lensulaga, langyddir, legglauf 1-2, axlablöð græn, jurtkennd, með aðlæg ullhár, jaðrar skipast í marga mjóa bandlaga sepa laufblaðkan 2-fjaðurskipt skipt í marga mjóa bandlaga sepa. Blómskipunin endastæð 1-3(-5)-blóma Blómin 0,8-1,5 sm í þvermál blómleggur 1,5-3 sm með aðlæg dúnhár. Bikarblöð þríhyrnd-egglaga, ydd eða odddregin. Krónublöð hvít og purpurarauð við grunninn eða alveg gul, öfugegglag næstum því tvöfalt lengri en bikarblöðin, framjöðruð. Stíll næstum endastæður, grunnur dálítið sverari en hitt, fræni víkkar út. Smáhnotir sléttar.
Uppruni
Himalaja.
Harka
7
Heimildir
1, Flora of China www.eFloras.org
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beð, kanta. Náttúrulegir vaxtarstaðir eru engi og fjallabrekkur klettaskorur, 3300-4200 m h. y. s.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 2002, báðar þrífast vel.
Yrki og undirteg.
A: Blómleggir uppréttir eða uppsveigðir, smálauf í 5-8 pörum, Blómskipun 2- eða 3(-5)-blóma. Krónublöð hvít, purpurarauð við grunninn. ----------------------------------- v. coriandrifolia AA: Stilkar lágir og þýfðir, smálauf oftast í 2-4 pörum, blómskipunin 1(-3) blóma. Krónublöð alveg gul, ekki með purpurarauðan grunn. v. dumosa