Dúnhærður fjölæringur, allt að 15 sm, blómstilkar, grannir, hærðir, dálítið trékenndir við grunninn. Lauf fingruð, smálauf 5 eða 3 allt að 12 mm löng, öfugegglaga, oddur bogadreginn með 3-5 tennur, hárlaus ofan, silkihærð neðan, axlablöð lensulaga, ydd. Blómin 1-3 talsins, 2,5 sm í þvermál. Bikarblöð lensulaga, utanbikarblöð bandlaga, ögn styttri en bikarblöðin. Krónublöð allt að 10 × 8 mm, hvít, breið-öfugegglaga, sýld, lengri en bikarblöðin, frjóþræðir hárlausir.