Potentilla caulescens

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
caulescens
Íslenskt nafn
Kalkmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til ljósbleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
3 sm
Vaxtarlag
Silkihærður fjölæringur, allt að 30 sm hár. Laufin fingruð, smálauf 5-7 talsins allt að 3 sm, aflöng, oddur með fáeinar tennur, silfur-silkihærð neðan.
Lýsing
Blóm allt að 2 sm í þvermál, mörg, í gisnum klasa. Bikarblöð lensulaga, jafn löng og/eða ögn styttri en utanbikarblöðin, Utanbikarblöðin mjórri en bikarblöðin. Krónublöðin allt að 1 × 0,5 sm, hvít til ljósbleik, dálítið lengri en bikarblöðin, endinn með mjóan odd. Frjóþræðir sverir við grunninn, stíll ljósgulur.
Uppruni
Alpafjöll.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Til er ein planta sem sáð var til 2009, þrífst vel.