Potentilla brauniana

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
brauniana
Íslenskt nafn
Dvergmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 5 sm
Vaxtarlag
Dvergvaxinn fjölæringur.
Lýsing
Dvergvaxinn fjölæringur, stilkar um 5 sm háir, grannir, útstæðir, ögn hærðir. Laufin þrískipt, smálauf allt að 1,5 × 1 sm, öfugegglaga, jaðrar grunntenntir, í oddinn, hárlaus ofan, ögn hærð neðan. Grunnlauf með legg, breið-egglag, snubbótt. Blóm stök til allt að 5 talsins, allt að 2,5 sm breið. Bikarblöð lensulaga, utanbikarblöð egglaga, snubbótt. Krónublöð 5 mm, gul, fleyglaga, allt að 1,5 × lengri en bikarblöðin, stíll breiðastur neðst.
Uppruni
A Pyreneafjöll, Alpafjöll.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2007, þrífst vel.