Potentilla aurea

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
aurea
Íslenskt nafn
Alpagullmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Jarðlægur fjölæringur með lítið eitt uppsveigðar, rótskeyttar greinar.
Lýsing
Fjölæringur sem myndar breiður, um 30 sm hár, efri hluti stöngulsins er með silfurlit hár. Laufin fingruð, smálauf 5, með silfurlit hár á jöðrunum og á æðunum á neðra borði, aflöng, jaðrar með 5 tennur á oddinum, axlablöð lensulaga, snubbótt, stilklauf smærri, með styttri legg. Blómin fá í lotnum klösum, allt að 2 sm breið, bikarblöð silkihærð, lensulaga. Utanbikarblöð bandlensulaga, minni en bikarblöðin. Krónublöð allt að 1 mm, gullgul, grunnur dekkri, öfughjartalaga. 1,5 × lengd bikarblaðanna.
Uppruni
Alpafjöll, Pyreneafjöll.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, steinhæðir.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð tegund.
Yrki og undirteg.
Aurantiaca allt að 15 sm há, blómin appelsínugul-ferskjugul. Flore Pleno smávaxin allt að 10 sm há, blómin ofkrýnd, ljósgullgul. Goldklumpen (Gold Clogs) allt að 15 sm, blómin skærgul með appelsínugulan hring. Rahboneana blómin hálffyllt, gullgul.