Fjölæringur, 30-100 sm hár, leggir trékenndir við grunninn, uppréttir, með þétt kirtilhár. Grunnlauf með legg, fjaðurskipt, smálauf 7-11, egglaga til öfugegglaga, hærð, jaðrar sagtenntir, stilklaufin handskipt, smálauf 3, lensulaga. Blóm 2 sm í þvermál, í mjóum, koll-laga kvíslskúf, utanbikarblöð lensulaga, miklu minni en bikarblöðin. Bikarblöðin aflöng-öfugegglaga, ydd eða broddydd, jafn stór og krónublöðin. Krónublöðin breið-kringlótt, hvít eða rjómahvít.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, steinhæðir, kanta.
Reynsla
Sáð var til tegundarinnar í Lystigarðinum 2010 og hún gróðursett í beð 2011, þrífst vel.